Allir vita líklega að ef þú skuldar skattinum þá fara barnabætur, vaxtabætur og aðrar bætur sem þú átt rétt á upp í þá skuld þar til hún er greidd að fullu.
Ég var nefnilega að heyra (hef ekki fengið staðfest) en samt áræðanleg heimild, að skatturinn og félagsmálayfirvöld séu að byrja í átaki gegn misnotkun á þessu félagslega kerfi.
Sá sem var að segja mér frá þessu sagði að fólk sem; byggi saman með börn en væri ekki skráð í sambúð, öryrkjar sem eru í sambúð án þess að vera skráð saman, fólk sem er að vinna svart og lætur makann nota skattkortið og hann nefndi einhver fleiri dæmi.
Hann sagði að fólk sem væri að þessu þyrfti að hugsa sin gang því það þyrfti bæði að greiða sekt og endurgreiða með vöxtum það sem það hefur haft af ríkinu.
Ríkið hefur svo engar áhyggjur af því að þetta verði greitt því þetta fólk fær ekki barnabætur eða vaxtabætur fyrr en skuldin hefur verið að fullu greidd, (bæturnar ganga upp í skuldina).
Ég er sem betur fer með mitt á hreinu, en flestir félagar mínir ekki. Ef við fengum ekki barnabætur, ok við mundum meika það, en ef vaxtabæturnar mundu hætta að koma þá færum við að lifa á grjónum og núðlusúpum.