1. Þú verður gamall.
2. Þú hættir að vinna.
3. Afkomendur þessarar kynslóðar og þeirra sem eru eldri sjá fyrir þér. Þessvegna þurfa alltaf að vera miklu fleiri sem eru að vinna heldur en eru komnir á ellilífeyri
Þetta er það sem er kallað samfélag. Í samfélagi þá erum við í þessu öllu samann. Ekki gleyma því að þó þú sért/sé hraust/ur núna þá getur það breyst á augnabliki. Þú getur slasast eða orðið veik/ur til frambúðar. Þá verður gott að hafa eitthvað öryggisnet til að aðstoða þig, ég lofa því að ég mun ekki kvarta og kveina þó þú með þessa skoðun í dag ef þú lendir svo í alverlegri óheppni að þurfa aðstoð okkar í samfélaginu.
Einnig ef þú verður svo óheppinn að verða ástfanginn, eignast krakkaskara, konan eða þú missið vinnuna eða lækkið í launum og lendið á að vinna samkvæmt taxta og þurfið aðstoð frá samfélaginu.
Mér þykir alltaf jafn sárt að heyra þegar heilbrigt hraust fólk sem ólst upp með allt það sem til þarf til að ná góðum tekjum og lifa af og vel tala svona.
Það kostar 35000kr. tæpar fyrir eitt barn á mánuði í 8,5klst með morgunmat og hádegismat í leikskóla. Barnabæturnar eru greiddar á 3 mánaða fresti. Fatnaðurinn sem börn þurfa kostar mikið því þau stækka hratt og þessvegna þarf alltaf að kaupa nýtt eða notast við gömul föt af öðrum.
Ég er í sambúð, með eitt barn, blokkaríbúð, gamla bíldruslu, og tekjur okkar frúarinnar ná ekki 350.000kr. á mánuði. Ég borga skattinn með glöðu geði, metarskattinn líka, sumt finnst mér dónaskapur að skattleggja annað þykir mér að mætti skattleggja hærra.
Ef ekki væri fyrir vaxtabætur, barnabætur og annað þá gengi ég í bættum fötum, konan líka, krakkinn léki sér að kjömmum og leggjum og gengi um í 20 ára gömlum flíkum sem ég og frændsystkyni mín gengu í.
Ég segi:Takk fyrir aðstoðina, takk fyrir hjálpina takk fyrir mig.
P.S. Þeir skattar og gjöld sem ég greiði af launum mínum, og vörum og þjónustu sem ég notast við ganga ekki uppí þá aðstoð sem ég fæ. Þessvegna er ekki hægt að segja að ég sé að græða á þessárri aðstoð.