ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvað það kostar í raun að vera með þessi debetkort, en aldrei gert neitt í því að athuga það nánar, þar til um daginn þegar ég fann þetta á einkabankanum mínum, og ég verð að segja að mér krossbrá,, hérna að neðan er listi yfir gjöldin, og FIT kostnaður líka þar sem mér hefur tekist að fara yfir á kortinu nokkrum sinnum á árinu,,
Fit kostnaður kr. 14.390,00 (20 færslur)
Færslugjöld debetkorta kr. 8.921,00 (698 færslur)
Þetta þýðir að hver færsla á debetkortinu kostar mig 12,70 kr. og í hvert skipti sem ég hef farið yfir á kortinu þá hefur það kostað mig 719,50 kr í hvert skipti.. ég nota greinilega debetkortið að meðaltali rúmlega 2 á dag, sem gerir 840 sinnum á ári, sem þá gerir að ég þarf að greiða 10.668 krónur á ári til bankans fyrir bara það að nota debetkort, gefum okkur að ég noti kortið í 40 ár, þá eru þetta 426.720 krónur á þessum 40 árum.. og til hvers? bara til að “þurfa” ekki að vera með peninga á mér?
Svo er annað sem ég hef líka verið að pæla, það er þegar starfsfólk td. verslana straujar kortið mitt vitlaust, stimplar inn of lága upphæð, þá þarf að strauja kortið mitt aftur, og varan hækkar um rúmlega 12 krónur til mín, því aldrei hef ég fengið afslátt við þessi mistök..
það má vera að mörgum finnist þetta vera rugl í mér, að þetta séu svo lágar upphæðir að það taki því ekki að ergja sig á þessu, en hugsum dæmið aðeins á landsvísu,, gefum okkur að meðaltals notkun á debetkortum sé 50 skipti á mánuði, og að 180.000 íslendingar séu að nota debetkort, (ekki óraunhæfar tölur), þetta gerir litlar 1.371.600.000,- á ári,, sem bankarnir frá fyrrir að við notum debetkort…já, tæplega einn og hálfur milljarður !!!! pældu aðeins í því !!!!