Ég var að spá í einu. Núna fer húsnæðislána kerfið að taka breytingum og fólk fer að geta keypt sér fasteign á 90% lánum (allir, ekki bara þeir sem eru fé litlir) þannig að þetta er ekkert ósvipað og að kaupa sér bíl á 90% láni, nema það að fasteignin er betri kostur.
En það sem sameiginlegt er, er að það er tekið veð í báðum þessum hlutum.

Verður þá ekki mun líklegra að fólk kaupi sér almennt fasteign á 90% lánum hvort sem það á mikinn pening eða lítinn? Og fasteignin þar afleiðandi fullveðsett.

Og ef svo er, verður það þá ekki bara tímaskekkja hjá bönkum að bjóða lán með 5,5% vöxtum til langs tíma sem má nota í hvað sem er, gegn fasteignaveði?

Verður einhver í framtíðinni með fasteignaveð til að leggja fram?

Eða hvað finnst ykkur??