Auglýsingar
Auglýsingar eru allstaðar. Það er nánast ógerlegt að komast í gegnum einn dag án þess að lýta einhverntíman á auglýsingar. Auglýsingar geta verið í blöðum, sjónvarpi út á plagötum og á risavöxnum auglýsingarskiltum svo eitthvað sé nefnt.
Í auglýsingar eru eyddar gríðarlegt hlutfall fjármagsn fyrirtækja. Eru auglýsingar gerðar af einstakri góðmensku við neitandan, til að hjálpa honum að velja rétt og skinsamlega eða eru þær að eins gerðar til að búa til gerfiþarfir hjá fólki, lokka það til að kaupa óþarfar eða óþarflega mikið af einhverjum vörum?
Fyrirtæki taka stundum upp á því t.d að efla íþróttar og menningarstarf og byðja neytendur um að hjálpa þeim að halda sömu stefnu fyrirtækisins með því að kaupa vörur eða þjónustu þeirra. Þá er fyrirtækið að láta eitthvað gott að sér leiða en neytandinnn í rauninni að borga fyrir það. Eiga fyrirtæki að rukka neytendur fyrir góðgerðarstarf þeirra?
Hin gríðarlega notkun auglýsinga hefur ábyggilega myndast vegna harðrar samkeppni og fyrirtæki hafa farið í kapphlaup til neytandannna og notað auglýsingarnar sem hlaupaskó. Eitt er víst að auglýsingarnar kosta fyrirtækin gríðarlegt fjármagn og ef að fyrirtækin auglýstu ekki neitt yrðu vörur þeirra ef til vill mun ódýrari. En ef að ekki yrði auglýst neitt vissi neitandinn ekkert um gæði vörunnar sem hann kaupir.
Auglýsingar eiga ábyggilega ekki eftir að hverfa í framtíðinni. Auglýsendur eiga ef til vill eftir að vera sífelt færari og færari til að ná að lokka neytandan til sín. Og neytandinn á ef til vill eftir að láta plata sig aftur og aftur til að kaupa Olís bensín frekar en Esso bensín þrátt fyirir að það sé nákvæmlega sama varan og kosti einnig það sama