Eftir að hafa lesið þetta þá langar mig til að koma smá á framfæri hér.
Debet = Eign
Kredit = Skuld.
Með Debet korti ertu að nota peninga sem þú átt + yfirdráttur þó að það sé einskonar skuld
Kreditkort : Þú ert að fá lánaðar vörur og þjónustu í XX daga.
====
Þá er komið að hin málinu:
Börn, og unglingar og GYLLIBOÐ bankanna.
Maður hefur séð krakka niður í 4-5 bekk með debetkort. Eru bankarnir að tryggja sér viðskipta vini framtíðar. Já það held ég. Reyndar geta þeir ekki notað það nema í bönkum að taka út hjá gjaldkera en svo við 7-8 bekk, þá fá þau kort sem þau geta notað í verslunum. Svo klára þau grunnskóla og VITI MENN eru bankar og sparisjoðir tilbúnir með GYLLIBOÐ ? Og Jú.
SMÁ C/P
Þetta er tekið av vef KBBANKA og er um Námsmannalínuna sem er fyrir þá sem eru í framhalds og háskóla:
Námsmannalínan
Fyrir hverja er Námsmannalínan?
Námsmannalínan er fjármálaþjónusta fyrir námsmenn frá 16 ára aldri.
Af hverju?
Þú færð ISIC-debetkortið í Námsmannalínunni.
Allt að 300.000 kr. tölvukaupalán á 8,5% vöxtum*.
Á hverju ári fá 20 heppnir félagar bókastyrk að upphæð 20.000 kr. hver.
Allt að 100.000 – 250.000 kr. yfirdráttarheimild á 11,25% vöxtum*.
Mánaðarlegt framfærslulán tengt LÍN á 8,4% vöxtum*.
Fyrsta árgjaldið af kreditkorti er frítt.
Plús-kortið er fyrirframgreitt kreditkort.
Flottar inngöngugjafir.
Fyrsta árgjaldið af útgjaldadreifingu með greiðsluþjónustu er frítt.
Hærri vextir á debetkortareikningi, nú 1,5%*, og sjálfvirk spariáskrift ásamt sparivinningum.
Netklúbbur - sérstök tilboð, s.s. miðar í bíó.
Námsstyrkir til námsmanna á háskólastigi.
Námslokalán á betri kjörum en almennt bjóðast.
60 duglegir félagar fá 15.000 kr. bílprófsstyrk á hverju ári.
Góð þjónusta fyrir námsmenn erlendis.
* skv. vaxtatöflu KB banka 21. janúar 2004
Þarna er verið að steypa 16 ára ungling út í skuldir.
Reyndar fá þau ekki kreditkort fyrr en 18 en sama.
Allt að 300.000 kr. tölvukaupalán
Allt að 100.000 – 250.000 kr. yfirdráttarheimild
Semsagt hér er bara verið að láta þau skulda 400-550. þúsund.
Hef verið að skoða aðra sambærilega vefi og þetta er nánast eins.
Tek svo undir í lokin með Bastich
“Það sem bráðvantar í íslenskan grunnskólakennslu er svona ”peningafræði“, þar sem þessi hugtök eins og debet, kredit, vextir og svoleiðis sé kynnt börnum svo þau séu ekki í einhverri villu um þetta þegar þau hafa aðgang að þessum hlutum.
Þá er ég ekki að tala um Bókfærslu, heldur svona ”Diet Bókfærslu“. Ég fór ekki í bókfærslunám fyrr en í 10. bekk, en þá var það valfag, og fannst mér eins og margt að því sem kennt var þar átti að hafa verið kennt grunnskólanemum nokkrum árum fyrr.
Það eru margir 16-18 ára unglingar sem halda bara að kredit/debetkort og bankalán séu bara töfralausn til að redda pening, og hafa engar reiður á skuldasúpunni sem á eftir að fylgja þeim vel yfir þrítugt í (allt of) mörgum tilfellum.
”