Vaxtaokrið og þjónustugjöldin ofl.
Nefnið eina ástæðu fyrir því hvers vegna vextir eru hér 2-7 sinnum hærri en í útlöndum?
Það er ef tekið er tillit til þess að hér eigi að vera svokölluð “samkeppni”.
Því miður er það nú svo að Ísland er kjörland fyrir banka og lánastofnanir, sem í skjóli fákeppni hafa komist upp með það að okra á landsmönnum.
Hvers vegna hafa ekki erlendir bankar komið hingað? Er markaðurinn allt of lítill eða hvað?
Þjónustugjöldin hafa snarhækkað, þó að nú hafa bæði vextir og þjónustugjöld lækkað nokkuð í kjölfar svimandi hagnaðartalna bankanna.
Er ekki óeðlilegt að íslenskur banki hafi marga milljarða í hagnað á ári þegar miklu stærri banki erlendis sættir sig við hagnað sem er nær 500 milljónir króna á ári?
Ég hef líka verið að skoða þessi svokölluð 4.4% lán.
Hvað er þetta í raun? Jú það er verið að miða við 30% af lánum á fasteignir greiði einungis 4.4% vexti fyrir utan vísitölu.
Hvers vegna einungis 30%?
Jú það er til að okra á 2,3, og 4 veðrétti. Einungis veitt lán upp á 7,5%.
Hjalið í Landsbankaliðinu þegar loforð komu um 90% lán. Þessar hugmyndir, sem Framsóknarflokkurinn eignar sér er auðvitað ekkert frá þeim flokki komnar. Eins og venjulega koma fáar vitlegar hugmyndir þaðan.
Samt unnust kosningarnar á þessu ásamt blekkingarhjali um lækkun skatta, sem eins og við höfum komist að raun um eru SKATTAHÆKKANIR. Og það í botnlausum stíl.
Bankarnir eins og Olíufélögin eins og grænmetisframleiðendur, eins og tryggingarfélög viðhafa ekki samkeppni heldur samráð.
Nú hefur komið inn á markaðinn Atlantsolía, sem er að riðla þessu gauðslitna kerfi kolkrabbans, sem hefur fengið að blómstra átölulaust í skjóli spilltra stjórnvalda.
Það er tilhlökkunarefni þegar ekki bara fáir útvaldir fái gull og græna skóga, á meðan hinn almenni borgari þessa lands fær lítið sem ekki neitt.