Þar sem ég bý í íbúð hjá félagsbústöðum ? þá sá ég í fréttum í kvöld að rök sem komið var með til að réttlæta hækkanir á leigu undanfarna mánuði þá var það sagt að leiguðverð hjá félagsbústöðum fylgja neysluvísitölu og sé leiðrétt á tveggja mánaða fresti.
Þetta fær mig til að reka upp stór augu því ég sé ekki að atvinnuleysisbætur eða örorkulífeyrir sé tengdur við vísitölu neynsluverðs og uppfært á nokkra mánaða fresti ? reyndar heyrði ég af því að félagsþjónustan hafi gert tilraun til þess að fá framfærslustyrk sem fæst hjá félagsþjónustunni hækkaðan upp úr 60.000 sem hann er í dag , upp í upphæð sem er raunhæf í dag til að geta séð fyrir sjálfum sér, og vildi fólk sem kom með þessa tillögu að sú upphæð myndi svo fylgja vísitölu neysluverðs ? en þessi tillaga var feld og komst aldrei í framkvæmd.
Ég veit eitt fyrir víst að örorkubætur eða ellilífeyrir sem margir lifa af sem búa hjá félagsbústöðum er ekki tengdur við neysluvísitöluna og hefur því ekki hækkað í takt við hækkanir á leigu hjá félagsbústöðum.