Við fjölskyldan höfum þurft að vera aðhaldssöm í fjármálunum undanfarið og árangurinn af sparnaðaraðferðunum er ótrúlegur.
Lausnin er að losa sig við allt sem heitir “kort”, kredit og debit.
Það sakar ekki að vera í greiðsluþjónustu líka. Síðustu mánaðarmót (sept-okt) áttum við 30. þúsund eftir á reikningunum okkar sem mér finnst allavegana helvíti fínt. (Afsakiðorðbragðið)
Trikkið er að fara í bankann á mánudegi, vera búinn að klippa kortin eða læsa þau niðrí skúffu, og taka út þann pening sem á að eiga yfir vikuna t.d. 10-15 þúsund. Það er miklu auðveldara að vera sparsamur þegar maður hefur peningana í hendinni :-). Svo verður líka að passa að hafa þá ekki alla á sér því þá er auðveldara að skreppa í sjoppu á heimleiðinni heldur en að fara heim, ná í peninginn og þurfa svo að fara aftur út.
Ég hef rætt þessa aðferð okkar og mörgum finnst við rugluð en ég held því statt og stöðugt fram að þetta virki.
Annar sparnaður sem skapast af þessu, engin færslugjöld frá bönkunum. Þau geta verið mikill peningur ef bara eru notuð kort yfir allan mánuðinn. Vera líka með heimabankann og spara sér þannig þjónustugjöld.
Í mínum viðskiptabanka er hægt að fá svona “gerfi-skuldabréf” ef manni vantar mikinn pening skyndilega. Á því eru engir ábyrgðarmenn og enginn lántökukostnaður en mánaðarlegar greiðslur með lægri vexti en yfirdráttur. Það finnst mér góður kostur í stað raðgreiðsla eða greiðsludreifingar á kreditkorti því alltaf er hægt að borga inn á höfuðstól skuldabréfsins en það er ekki hægt á kortinu.
Vona að einhver þori að prufa, árangurinn lætur ekki á sér standa..
Catwoman