Þannig er nú mál með vexti að ég var að versla mér tölvu núna nýverið, eina svona stóra og fína en nóg um það.
Þannig var að ég hafði hugsað mér að borga hana á raðgreiðslum hjá Eurocard vegna þess að ég hélt að það kæmi best út fyrir mig. Mér hafði nefnilega verið boðið tölvukaupalán á 8.5% vöxtum (raðgreiðslur eru 13.5%) en því fylgdi einhver lántökukostnaður og vesen þannig að ég lét það eiga sig, auk þess sem að ég ætlaði ekki að vera það lengi að borga tölvuna.
Allaveganna þegar ég ætlaði að borga vélina þá fékk ég að sjá raðgreiðslusamninginn og viti menn, kortafyrirtækin eru farinn að rukka u.þ.b. 8% lántökugjald!!!
Mér blöskrar þetta nú alveg. Sölumaðurinn sagði mér þá að bæði VISA og EURO væru farinn að gera þetta vegna þess að þetta var komið á skuldabréfaform, en samt halda þau áfram að rukka fyrir færslukostnaðinum og eru líka með himinháa vexti.
Þannig að ég ætla nú bara að vara alla við sem ætla sér að kaupa tölvur, fáið ykkur tölvukaupalán ef þið getið ekki staðgreitt, það er miklu betra en raðgreiðslur.