Og? :)
Það er ekkert skynsamlegra að fjárfesta í DeCode heldur en öðrum líftæknifyrirtækjum. Það eina sem þeir hafa fram yfir önnur fyrirtæki er þessi blessaði gagnagrunnur, sem er hentugt verkfæri en engin galdralausn.
Mjah, fyrir utan það auðvitað að ÍE er með tryggingu frá Davíð Oddssyni, gömlum og góðum vini (og gjörspilltum, óþolandi stjórnmálamanni sem VERÐUR að víkja), svo að það er svosem safe bet.
Já, og by the way, ef einhver fór á hausinn vegna þessa, er það á þess sama ábyrgð. :) Það er alveg eins með verðbréfabrask og lán, maður ber ábyrgð á gjörðum sínum og sá sem fór á hausinn vegna þessa fær ekki snefil af samúð frá mér, bara svona for the record. ;)
deCode hefur margt umfram önnur líftæknifyrirtæki, t.d. nógu mikla þekkingu til að IBM vilji selja tölvu lausninar þeirra. Gagnagrunnurinn er ekki kominn í gang enþá, en þeir hafa þann umfram önnur fyrirtæki að ættfræði íslendinga er vel skrásett og fólk er til í að mæta í rannsóknir hjá þeim, en þannig er það ekki í flestum öðrum löndum.
ÍE er heldur ekki með tryggingu hjá íslenska ríkinu, heldur með nokkurskonar velyrði á láni sem er ekki búið að samþykkja sem er hærra heldur en markaðsvirði bankanna hérna. Þessvegna var ríkið tilbúið að koma inní með lánsfé sem skal greiða til baka. Ég sé ekki afhverju ríkið megi ekki lána hátækniiðnaði á íslandi 1/4 af því sem það eyðir í virkjanir fyrir frumiðgrein einsog álver.
Það er ÍE er að gera gæti orðið ómetanlegt sérstaklega fyrir íslendinga. Þeir eru að rannsaka hvernig sjúkdómar ganga í erfðir, og hvort það sé mögulegt að lækna þá og einbeita sér mest af þeim sjúkdómum sem ganga í erfðir hér á landi. Ef þeir finna lækningu á einhverjum þeirra og hafa lyfjafyrirtæki til að búa til tilraunalyfin, þá skoppa þeir fljótt uppí þessi 60 stig. Ef ekki þá halda þeir bara áfram að finna orsakatengsl fyrir erlenda lyfjarisa, sem þeir eru að gera mjög vel í dag.
kv, Jónas T.
0
ég er sammála!!!
ég stið sko miklu frekar ÍE heldur en eitthvað álver uppí fjöllum
0