HJÁLP!!
Sæl, svona er mál með vexti. Ég á 7 gúbbífiska og hafa þeir alltaf verið í fínu standi. Svo fór ég að kaupa annað fiskafóður í dýrabúðinni þarna í Garðabæ. Þeir fóru að blása svona svakalega upp og urðu alveg hrikalega feitir. Svo bara í kvöld þá var ég að dást að þeim og einn tekur upp á því að gleypa hellings af vatni og bara springur beint fyrir framan mig og ég náttla fór að hágráta og mamma koma og ég gat ekkert talað var bara grátandi og benti á fiskana!! Mamma varð alveg miður sín og bauðst til þess að fara og kaupa nýja fiska og ég bara vildi það. En svo byrjuðu allir hinir fljóta svona á toppinum af vatninu og ég reyndi að bjarga þeim en þeir voru bara ógisslega harðir :'( núna verð ég að bíða þangað til á morgun eftir að mamma fari og kaupi nýja fiska handa mér. Ég held að það séu einhverjir sterar svona fiskasterar í nýja matnum sem ég keypti í þessari dýrabúð. Ætlaði að spyrjast fyrir hvort einhverjir aðrir hafi lent í þessu og ætla að benda fólki á að kaupa þetta fiskafóður ekki, Gul dolla með rauðum tappa!!!