Ég fékk mér nýjan fisk í fiskabúrið mitt fyrir svona tvem, þrem vikum. Hann er sá þriðji í röðinni og jafnframt minnstur þrátt fyrir að það sé kallt of mikill munur á þeim öllum þar sem þeir eru allir af sömu tegund. (svona venjulegir, appelsínugulir :))
En hann virðist vera að veslast upp. Liggur á botninum og hreyfir sig ekki neitt, nema rétt tálknin.
Meira að segja þegar ég kem með háfinn og hreyfi aðeins við honum þá syndir hann spölkorn en stoppar síðan.
Hinum fiskunum líður vel og þeir eru báðir við hestaheilsu, ekkert sem amar þá.
Ég er búin að færa hann yfir í sér dollu til þess að athuga hvort hann jafni sig. Ég setti mat ofan í til hans, og hann hreyfir ekki við honum.
Hafið þið einhverja hugmynd um hvað ég gæti gert? Mér líður alveg hræðilega að horfa uppá hann í þessu standi ):
Bætt við 4. nóvember 2009 - 22:31
Þrátt fyrir að það sé ekki allt of mikill munur*