Nú er svo mál að vexti að félagar mínir gáfu mér gullfiska í afmælisgjöf, af þessari tegund http://visindavefur.hi.is/myndir/gullfiskar_070507.jpg . Afsakið að ég náði ekki að taka mynd af mínum en þetta er sama tegund eftir því sem ég get best séð.

Með þeim fékk ég mat. Ég veit hinsvegar ekkert hversu oft ég á að gefa þeim að borða. Getið þið ráðlagt mér eitthvað varðandi það?

Ég er með þá í opnu ferhyrndu búri, er ekki nóg að taka helminginn af vatninu úr og setja nýtt ferskt í aftur einu sinni á dag?
omglolwutfail