Hingað til hefur hann bara verið einn í kúlu með smá steinabotni og plöntu. Núna er ég kominn með mun stærra búr, veit ekki alveg lítrastærðina en ég get ímyndað mér að það sé svona 30-40l.
Er með filter líka sem ég held að það sé nokkuð auðvelt að leysa úr.
Aðalspurningar mínar eru þessar.
Hvað möl/steina/efni ætti ég helst að hafa á botninum?
Skiptir það miklu máli uppá súrefnið frá andrúmsloftinu að það sé lok með ljósi á (bardagafiskar anda bæði að súrefni í vatni og andrúmslofti)?
Hvaða fiskar koma pottþétt ekki til með að vera með vesen eða láta fiskinn minn vera með vesen gagnvart sér og öðrum?
Öll önnur tips vel þegin líka :)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”