Merkið þarf að vera tiltölulega einfalt og auðvelt að prenta út, jafnvel að útbúa stimpil úr því. Eru of fíngerðar/flóknar/litríkar myndir því óæskilegar en að sjálfsögðu er æskilegt að merkið sé eitthvað skrautfiska tengt en endilega komið með allar hugmyndir sem ykkur dettur í hug.
Besta merkið fær 6500 kr inneing í {nafn á verslun} á höfuðborgarsvæðinu sem sendir þó um land allt.
Félagsmenn Skrautfisks dæma um hvaða merki þeim finnst ákjósanlegast og áskilja sér rétt að velja ekkert af þeim merkjum sem berast.
Ef og eftir að þitt merki hefur verið valið besta merkið og þú fengið vinninginn afhentan afsalar þú þér öllum eignarrétti á þessu merki, það verður eign Skrautfisks.
Sendið það a.m.k. 800x800 pixlar á stærð, en má alveg vera stærra.
Keppnin stendur í 15 daga og verða öll merkin lögð undir félagsmenn þann 11. maí næst komandi,
því verða þau merki sem taka eiga þátt í keppninni að berast fyrir miðnætti 10. maí 2007.
Hver einstaklingur má senda inn eins margar útgáfur af merki og hann vill, því fleiri hugmyndir því betra.
Sendið inn ykkar framlag á netfangið vicky@internet.is
(ekki pósta því hér, það verður engin opinber kosning, aðeins félagsmenn Skrautfisks hafa kosningarrétt).
Gangi ykkur vel
in your dreams Sueño