Sæl,
Geturu þá lýst þörungnum betur ?
Er þetta nokkurskonar ský sem myndast í vatninu eða vatnið verður bara matt ?
Ef svo er þá er þetta þörungablómi, þú nærð honum niður með því að skipta út 70 % vatnsins og passa að engin birta komist að búrinu í 2-3 daga,
Ef það virkar ekki þá þarf að skipta út vatninu en það þarf ekki að sjóða allt innihald búrsins.
Ath. að þú mátt ekki setja blandað kranavatn beint í fiskabúrið, og ekki vera að sjóða vatnið áður en þú setur það í búrið. Nota bara kalt vatn og láta það ná stofuhita.
Þörungar myndast út af of mikilli birtu, of lítilli birtu eða of mikum hita,
Ef Búrið er staðsett nálægt glugga hjá ofni er það mjög óhagstæð staðsetning en kjöraðstaða fyrir þörunga.
Það eru til margar tegundir af þörungum hvort sem þeir seru slæmir eða góðir.
Vonandi hjálpaði þetta þér eitthvað. =)
(Sendu mér ps ef þú vilt fá að vita eitthvað nánar)
Kv. Aano