Nenni ekki að segja alla söguna en ég þurfti að fara með gullfiskinn minn í pössun yfir jólin og fannst fullkomið að geyma fiskana hjá honum þar sem að hann á 20 lítra fiskabúr með 2 rósa börbum og 4 neon tetrum. Þessir fiskar eru búnir að vera lifandi allveg heil lengi þannig að mér datt ekki í hug að þeir ættu eftir að smakka fiskinn minn. Var að taka fiskinn upp úr því að helvítis barbanir eru búnir að éta mestan hlutann af sporðnum hans (svona “slör” sporður).

Núna á fiskurinn mjög erfitt með að synda og kippist mikið til og ég held að hann sé að fara að deyja.


Fyrir árí síðan hefði ég hlegið ef að ég hefði lesið svona kork en ótrúlegt en satt er mér farið að þykja svolítið vænt um fiskinn enda búinn að eiga hann í nokkra mánuði.


Djöfull er ég pirraður.