Það er komin hvítbletta veiki í heimsókn til okkar.
Þetta er orðið mjög alvarlegt á fiskunum þeir synda eymdalega.
Leggja ugga niður og synda upp og láta sig síga niður.
Þeir eru þrír og þetta eru gullfiskar.
Svo var ein glersuga með þeim í búri en hún var ekki komin með þetta.
Haldið þið að þetta komist á ryksuguna?
Erum komin með þá í sér búr.
Glersugan er bara í kúlu og gullfiksarnir í ferðabúri.
Þeir voru í 10 eða 15lítra búri er ekki alveg viss.
Hefur einhver hér lent í því að fá þessa veiki í búrið sitt?
Það eru farnar að myndast hvítar bólur á uggunum og sporðunum.
Glersugan er við bestu heilsu en erum mjög hræddar um að missa gullfiskana kannski í nótt eða jafnvel á morgunn.
Er einhver með lausn við þessu?
Ef svo er látið okkur vita hér eða í skilaboðum.
Vantar hjálp núna.
Kveðja Bestivinu