Litlum humarungum vantar nýtt heimili vegna þrengsla. Þeir eru enn mjög litlir og eru aðeins nokkurra mánaða. Þeir eru mjög fallegir og eiga það til að vera alveg frá bláum lit upp í brúnan. Og tek það vel fram að þeir eru GEFINS. Því miður getum við ekki skutlast með þá vegna þess að við höfum engan bíl til þess. Þeir skipta yfirleitt um ham svona tvisvar á mánuði þegar þeir eru svona litlir svo þegar þeir verða aðeins stærri þá er það einu sinni í mánuði og svo þegar að hann er að verða fullorðinn þá skiptir hann um ham svona tvisvar á ári. Það er gaman að fylgjast með þessum dýrum skríða út um allt búrið. Best er að hafa nokkrar plöntur í búrinu ef stórt búr er um að ræða humrarnir nota plöntur alveg rosalega mikið. Því miður er ekki hægt að hafa þá með einhverjum fiskum í búri. En hægt er að hafa humrana saman í búri en ekki er hægt að hafa einhvern humar einn í búri um langan tíma og svo kaupa nýjan humar. Þá verða bara slagsmál upp á líf og dauða. Og eitt enn þeir eru FERSKVATNS dýr. Ef þið viljið fleiri upplýsingar um humrana sendið þá einkaskilaboð á Týra og Heiða eða látið vita hér.
Kveðja Bestivinu