Það er alveg rosalega mismunandi, allt eftir aðstæðum í búrinu og mataræði. Ég hef átti plegga sem dó þegar hann var 9 ára og er það frekar ungt. Ég átti tetru sem varð 6 ára en vinkona mín á tetru sem er að vera 12 ára. Einnig á ég nokkrar neon-tetur núna (10stk) sem ég keypti allar á sama tíma og eru þær allar en lifandi en samt búinn að eiga þær í rúmlega 4 ár. En því stærri sem fiskarnir eru því harðgerðari eru þeir oft svo að þeir geta lifað í allmörg ár. En ekkert búast við því að gúbbífiskar lifi lengur en 2-3 ár, og þá sérstaklega ekki kellingarnar þar sem þær slíta sér fljótt þegar þær gjóta