Hvað verða venjulegir gullfiskar venjulega gamlir?

Er pínu forvitin um að vita það vegna þess að ég á gullfisk sem er reyndar hvítur en samt alveg eins og gulir gullfiskar, og það eru u. þ. b. 3-4 ár síðan ég fékk mér hann, hann var fullorðinn þegar ég keypti hann og hann er ennþá í fullu fjöri.
Ég hugsa allveg vel um hann, gef honum mat á hverjum degi og þríf búrið hans reglulega. En 4 ár?!? Telst það ekki svolítið gamalt hjá fiskum?

Plís e-r svari mér.