Ég er búin að vera að reyna að kynna mér hvernig mökun fiska fer fram. Ég var til dæmis í tvo klukkutíma í nótt að leita af upplýsingum á netinu. Það eina sem ég fann var um mökun smokkfiska en það var því miður ekki tæmandi fræðsla. Þar kom aðeins fram að karlfiskurinn komi sæði sínu fyrir á einhverjum “útlimi” á sjálfum sér og komi því síðan inn fyrir möttulop kvenfisksins….sem er rétt fyrir ofan kynopið
Málið er að mér finnst þetta alls ekki nógu greinargóð lýsing. Ég hef brennandi áhuga á því að vita hvernig þetta gerist í smáatriðum. Af þessari lýsingu að dæma virkar eins og fiskarnir stundi ekki kynlíf eins og flest önnur dýr. Og þá langar mig líka að vita hvort fiskar fái í raun enga fullnægingu þegar þessi æxlun fer fram. Ég hvet því alla þá sem búa yfir einhverri vitneskju um þessi mál að svara þessari grein. Mér finnst afar mikilvægt að fólk sé meðvitað um mökunarferli dýra, svo ég tali nú ekki um Íslendinga sem hafa líf sitt fiskum að þakka.