Ég horfði á þáttinn þann 6.ágúst þar sem Sveppi gerði “vísindatilraun” um hvor að gullfiskur gæti lifað í bjór. Hann hellti heilli bjórflösku í skál og setti síðan fiskinn ofan í. Síðan tók við langt myndskeið þar sem fiskurinn var sýndur í nærmynd berjast fyrir lífi sínu og loksins deyja. Þeir reyndu að bjarga fiskinum með því að veiða hann uppúr bjórnum og setja hann aftur í vatn, en allt kom fyrir ekki. Það eina sem gerðist var að þeir lengdu dauðastríð fisksins.
Þessi “tilraun” var einkar ósmekkleg og ekki Sveppa og félugum til framdráttar. Maður fann til að sjá fiskinn deyja þarna.