Ég hef átt ca. 30 alla ævi, núna á ég 4 fiska sem heita Gulli, Melkorka, Snata og Tyggigúmmí. Þeir búa í stóru fiskabúri með grænu gleri, ég keypti það í París á listasýningunni Mointeriette árið 1995. Einu sinni var vinur minn í heimsókn (er ekki vinur minn lengur) og hann gaf kettinum 5 fiska úr búrinu…! 2 þeirra voru uppáhalds fiskarnir mínir, þeir hétu Henrétta og Bambus, ég man svo vel efti persónuleika þeirra og hvernig þeir horfðu á mig þegar ég slökkti ljósin á nóttunni, hvernig þeir syntu og fóru í halarófu, léku sér saman og bara allt sem tengdist þeim var svo yndislegt. Ég bara skil ekki hvernig einhver getur verið svona vondur, mynduð þið geta gefið kettinum ykkar fiskana ?! Neih hélt ekki…! Eru ekki til einhver fiskalög sem banna þetta ?! En annars, þá er ég komin með nýja uppáhalds fiska, Snata og Tyggigúmmí, þeir eru svo sætir og mér finnst alltaf jafn gaman að gefa þeim að borða, fylgjast með þeim þroskast og mér líður alveg eins og faðir þeirra =)

Ég bið alltaf til Henréttu og Bambuss á hverju kvöldi og vona að þeim líði vel á æðri stöðum.

Kv. PuRiTy