Ég var oft sem áður stödd í bænum, og kíkti inn í dýrabúðina Dýraland. Frænka mín var stödd með mér, og við fáum mjög fyndnar, athyglisverðar og aulalegar hugmyndir. En allaveganna vorum við staddar þarna í dýrabúðinni og vorum að skoða fiskana.
Við kíkjum á þessa neona og sjáum að þeir kosta bara 175 eða eitthvað í þeim dúr.
So að við ákveðum að kaupa fiska, og söfnum klinkinu okkur saman, sem dugar í 2 fiska.
Förum með fiskana heim til frænku minnar, en viti menn við gleymdum að það þyrfti búr!!!!!
En allt í keyinu… Við vinnum þessa fínu glerkrukku, förum út söfnum smá steinum… en höfðum ekki vit að sjóða þá, en það var nú sosum allt í lagi.
Daginn eftir förum við upp í kringlu, kaupum steina í botninn og fáum selt notaða glerkúlu, og kaupum líka tvo til viðbótar. Við drífum í því að koma fiskunum í kúluna og allt í lagi með þá.
Nokkurum dögum seinna langar okkur að bæta í safnið, við förum í Dýraland í mjóddinni (held að það sé þar) og kaupum háf, en fáum hins vegar ekki fiskana. Afgreiðslu konan sagði að þeir væru víst ikkað veikir og hún þyrði því ekki að selja þá. Þannig að við förum heim með enga fiska.
En þar sem ég á ekki heima í Reykjavíkinni, þá geymir hún fiskanana og ég fer heim.
Nokkrum vikum seinna kem ég aftur, en þá hafði frænka mín bætt öðrum í safnið (keypt hann í mjóddinni) En hann eitthvað lasinn, og hafði smitað hina fiskana, svo að það var bara einn eftir. Kúlan hafði líka brotnað og fiskurinn var því geymdur í gömlu góðu glerkrukkunni.
Fiskurinn lifði í nokkra daga, en þá fannst hann dauður á botninum. En við fengum eina aðra hugdettu! Við héldum jarðaför!
Athöfnin fór þannig fram, að við tókum líkið upp með háfinum fórum með það á klósettið þar sem honum var hent í, næst fórum við frænkurnar með faðir vorið, gerðum krossmark og líkinu var sturtað niður.
ENDIR
It's a cruel world out there…