Ég ákvað að skrifa smá grein um Piranha fiska og deila því sem ég veit með ykkur, það er fínt að vita svona ef menn hafa áhuga á því að eignast þá sem gæludýr.
Tegundir:
Piranha fiskar eru til af mörgum tegundum, allar þessar tegundir eru nokkuð svipaðar í útliti en mismunandi á litin og sumar eru hættulegri en aðrar. Ég nenni ekki að fara að telja upp allar tegundarnar hér en þið getið fundið upplýsingar um þetta hér: http://www.geocities.com/heartland/prairie/5962/PiranhaSpecies.html
Stærð: Piranha fiskar eru yfirleitt seldir mjög ungir í dýrabúðum og eru þá bara á stærð við Gubby fisk. Þeir eru samt sem áður mjög fljótir að stækka og fólk áttar sig of ekki á því hversu stórir þeir geta orðið og þarf oft að kaupa stærra búr fyrir þá. Fyrir fullvaxta piranha fiska er gott að hafa svona 40-50 lítra fyrir hvern fisk.
Matur: Piranha fiskar eru í rauninni alætur en geta orðið mjög matvandir ef þeir eru ofdekraðir (eins og mínir) og hætt að vilja t.d. venjulegann fiskamat. Besta og einfaldasta fæðan fyrir þá eru líklega rækjur. Einnig er hægt að gefa þeim allskonar fisk og kjöt, þá helst hrátt og ekki skemmir fyrir ef það er blóðugt. Það er samt ekki gott að gefa þeim of mikið kjöt því í lífríki þeirra borða þeir lítið að því og meltingarfæri þeirra eru meira hönnuð til að melta fisk. Svo er líka mjög gott að gefa þeim orma, það er mjög próteinrík fæða og þeir eru vitlausir í það.
Lifandi fæða: Þetta er líklega það sem gerir Piranha fiskana svona fræga, þeir borða líka lifandi fæðu. Þeir eru þó engan vegin eins árásargjarnir og flestir virðast halda. Mjög vinsælt er að gefa Piranha fiskum gullfiska því gullfiskarnir eru mjög seinir og auðveld skotmörk. En ef maður setur t.d. einhverja tetrutegund í búrið þá nenna Piranha fiskarnir oft ekki að eltast við hana því þær eru svo snöggir og Piranha fiskarnir eru húðlöt kvikindi sem vilja helst bara liggja allan daginn við botninn. Það er þó þumalputta regla að allt sem er sett í búrið þeirra verður étið á endanum, hvort sem það er 10 sekúndum eftir að fiskurinn fer þangað, viku eða mörgum mánuðum. Það kemur alltaf að því að hann syndir fyrir framan einhvern Piranha fiskinn sem ákveður að vaða í hann. Sumir segja að hægt sé að venja þá á að lifa með einhverjum öðrum fiskum og nota allskonar trikk eins og að breyta hitastiginu og umhverfinu í búrinu þeirra áður en hann fer ofan í en það eru skiptar skoðanir um þetta og þetta endar yfirleitt með því að fiskurinn er bara horfinn þannig persónulega myndi ég aldrei tíma að fara að kaupa einhvern flottan fisk og reyna að fá hann til að lifa með þeim. Piranha fiskar eru rándýr og ef þeir verða svangir fara þeir fyrr eða síðar að leita sér að fæði.
HættulegirÞegar Piranha fiskarnir verða orðnir nokkuð stórir getur verið hættulegt að setja höndina ofan í búrið því þeir geta bitið ansi illa. Ég set nú reyndar höndina oft ofan í búrið hjá mér þegar ég geri eitthvað en það er bara vegna þess að ég kann á þá. Stórir Piranha fiskar geta bitið putta af manneskju, þeir eru með tennur eins og rakvélarblöð. hérna er smá myndband sem ætti að gefa ykkur hugmynd um það hversu skæðir þeir geta orðið.
Þetta voru allavega smá upplýsingar um þessi skemmtilegu gæludýr. Ég mæli með því að eiga svona en í guðanna bænum ekki kaupa þér Piranha fiska bara að því að þú villt eiga “einhverja killers” í herberginu þínu sem þú ætlar að gefa láta éta lifandi dýr og nennir svo ekki einu sinni að hugsa um þá. Aðal fæða Piranha fiska á að vera dautt fæði, það að gefa þeim eintóma gullfiska er bara óhollt. Gullfiskar innihalda óholl vaxtarhormón og svo er alltaf hætta á að fiskar séu með einhverja sýkla í sér.
Ég gæti eflaust komið með meiri tæknilegar auglýsingar en ég bara nenni því ekki :) Ef þið hafið einhverjar spurningar skal ég samt svara þeim.