Fyrir svona ári síðan keypti ég mér mjög flottan blettahumar sem var með hrogn. Mér datt í hug að það væri fínt að eiga svona hálfgerðar ruslafötur því að þetta étur bókstaflega allt. Eftir að hann var búinn að vera í búrinu mínu í stutta stund tók ég eftir því að það var komið eitthvað af littlum humrum sem flökkuðu um botninn. Ég var með alveg slatta af fiskum í búrinu, nokkrar síkliður, ancistru, gúbbýfiska og nokkrar tetrur. svo var ég líka með stórar of fallegar flotplöntur og nokkrar plöntur með rótum niðri í sandinum.
Eftir svona 3 vikur voru þeir komnir í nokkra stærð og voru eitthvað um svona 20 samtals. þá sá ég að stærsti humarinn minn var aftur kominn með hrogn :S eftir að þeir voru búinir að éta botnplönturnar mínar tókst nokkrum að synda upp í yfirborðið og byrjuðu að vera í plöntunum þar. Stóðu þeir einhvernvegin á rótunum og gripu í gúbbýfiskana mína og átu þá lifandi. Í þokkabót átu þeir líka plöntuna í yfirborðinu. Svo eftir að þeir voru búinir að vera í búrinu í 4 mánuði voru engar lifandi plöntur eftir, eitt par af gúbbýfiskum, ancistran var alltaf að slást við humrana (með miklum tilbrigðum) síkliðurnar voru dauðar og allar tetrurnar. Ákvað ég þá að veiða alla humrana úr búrinu og setja þá í sér búr. Tók það mig nær 4 tíma, veiddi ég um 240 stykki úr búrinu og voru um 30 af þeim með hrogn. Setti ég þá í lítið búr á gólfinu og skildi þá þar eftir í nokkra mánuði án þess að gefa þeim að éta né þrífa hjá þeim.
Svo þegar ég kíkti á þá voru ennþá tugir af þeim lifandi og voru sumir bara vel stæðir. Fjölguðu þeir sé þá svo hratt að þeir lifðu af á því að éta þá minnstu og svo var það bara survival of the fittest. Vil ég bara vara við þessum humrum því að þeir geta orðið algjör plága. Best er að hafa þá sér í búri og þá halda þeim í skefjum með því að taka háf og pota í humar sem er með hrogn, því að þá sleppa þeir þeim. Svo er bara að veiða þau uppúr og gefa öðrum fiskum þau, því að þetta er alveg rosalega góð næring fyrir aðra fiska.