Keli er svartur og allgjör feitabolla, en Gulla er gullfiskur og er pínkulítil.
hér er ég með hræðilega sögu um hvernig fiskarnir mínir voru nærrum því búinir að deyja!
ég og mamma mín vorum búnar að kaupa nýtt fiskabúr því að gamla kringlótt fiskabúrið var brotnað. eða það var kom rispa í það og það var allveg að gefa sig.
einhverja hluta vegna þá tók ég fiskana ekki uppúr áður en ég ætlaði að hella vatninu úr.(veit ekki alveg hvað ég var að hugsa!) þannig ég var að fara og taka búrið upp og hella smá af vatninu í vaskinn.þegar ég rétt tók það upp þá brotnaði það í tætlur!
ég var öll skorinn og í blóði. En hvað varð um fiskana?
þá kom mamma mín til mín (hún var að hjálða mér við þetta, hún skar sig líka) og sagði að fiskarnir hefðu farið niður í kvörnina!
ég var orðin skíthrædd um að fiskarnir væru báðir löngu dauðir. en þá kom pabbi og fór bara með höndina niður í kvörnina. hann náði í Kela spikfeita fiskinn minn lifandi upp úr kvörninni og reyndi svo að leita að Gullu. pabbi þreifaði um alla kvörnina í leit af Gullu.
En hann fann hana ekki.Þá fórum við að leita í kring hvort að fiskurinn hefði bara farið á borðið eða eitthvað svoleiðis.
síðan fundum við Gullu undir pokum , hún var alveg hreyfingar laus, ég var viss um að hún væri dáin. en þegar hún kom í vatnið til Kela þá var ekkert að henni!. Gulla var búin að liggja á borðinu heillengi!
en núna í dag eru báðir fiskarnir mínir sprellifandi:D
sönn saga :P
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."