Já, fyrir svona 3 mánuðum fór ég niður í búð og keypti mér þennan líka gull fallega fisk.
Hann var gullfallegur, appelsínugulur og svartur að lit, með svona hvítum doppum, mjög sætt.
En allavega. Hann lifði alveg þessa 3 mánuði, ég var alltaf duglegur að gefa honum að borða.
Ég þreif búrið eins og vitleysingur og hugsaði um hann eins og lítið barn.
Hann var í miklu uppáhaldi hjá mér og stundum leyfði ég honum að hlusta á tónlist með mér, ég sá það á honum að hann dansaði eins og vitlaus væri.
Ég ákvað að skýra hann Megas, því að mér fannst það eitthvað svo töff.
Svo allt í einu einn daginn fór hann að synda á hvolfi, fyrst hélt ég að þetta væri bara eitthvað djók sem hann væri að leika sér að gera.
Hann synti á hvolfi í u.þ.b viku. Einn daginn var hann dauður. Ég að sjálfsögðu jarðaði hann. Hef aldrei áður átt gullfisk sem hefur verið svona nettur.
Ég hef tekið þá ákvörðun að kaupa mér aldrei gullfisk aftur.
Það verður enginn eins og Megas. En ég ákvað að skrifa þetta um hann og sýna ykkur hvað hann Megas var sérstakur fiskur.
(Fiskurinn á myndinni er ekki Megas.)