Fiskarnir geta lifað í frekar súrefnislausu vatni en samt þurfa þeir jafnmikið súrefni og hver annar fiskur. Síamsfiskar eru Öndunarfiskar og hafa lífæri sem sem kallast völundarhúsið og er staðset á fremsta tálknboga. Völundarhúsið gerir þeim kleift að anda beint af yfirborðinu. Það gerist þannig að fiskurinn gleypir lofti af yfirborðinu og þrýstir því í völundarhúsið sem vinnur súrefni úr því, þetta þýðir samt ekki að fiskarnir séu alltaf á yfirborðinu, þeir ferðast um allt fiskabúrið. Nauðsinlegt er að fiskurin hafi greiðan afgang af yfirborðinu annars drukknar hann. (ég veit að það hljómar furðulega)
Síamski bardagafsikurin heldur sig í tjörnum, ám og jafnvel lækjum. Hann hefur “uppstæðan munn” sem gerir honum kleift að ná í pöddur sem hafa dottið í vatnið og fljóta þar, enda eru pöddur aðalfóður hans í náttúruni. Þeir borða lifandi fóður jafnt sem þurfóður.
Síamskir bardagafiskar eru yfirleit friðsamir gangnvart öðrum tegundum en þegar 2 körlum er blandað saman þá taka þeir tveir að berjast um líf og dauða og bardaginn endar oftast með því að annar eða báðir deyja (hin seinna úr sárum). Það má einugis hafa einn síamskan karlfisk í hverju búri.
Karlfiskarnir eru mjög skrautleigir að lit og og helstu litir eru blár, rauður og hvítur, einnig hafa þeir langa og fyrirferðamikla ugga. Kvenfiskarnir eru með minni lit og mun styttri ugga. Oft má sjá láréttar rendur á kvenfiskum. Það er fullkomlega öruggt að hafa nokkra kvenfiska (hrygnur) saman í búri með einum karlfisk (hæng) nema um mökun. Þá verða þeir árásargjarnir.
Síamskir bardagafiskar geta fjölgað sér án þess að sérstakur búnaður sé í búrinu, það þar ekki einu sinni að vera það stórt, 50 lítrar ættu að nægja. Síamskir bardagafiskar makast þannig að hængurinn býr til froðuhreiður með því að Blása mörgum slímkúlum á yfirborðið, slímkúlurnar límast svo saman og mynda hreiðrið. Síðan kemur hrygnan og verpir í hreyrið. Hængarnir verða árásargjarnir meða þessu stendur og best er að hafa felustað fyrir hryggnuna meðan ferlinu stendur.
Hængurinn mun sjá um hreyðri að öllu leiti til eftir þetta og rekur hryggnuna burt, best er að fara með hana í annað búr. Hængurin sér um það með að spýta öllum þeim eggjum sem detta út hreyðrinu aftur til baka. Eftir 1-2 daga ættu eggin að klekjast út og seiðin sjást greinilega fljótandi á yfirborðinu, og hængurin mun éta öll þau seiði sem fljóta niður (dauð). Seiðin nærast á hreyðrinu sjálfu í 1 og hálfan dag en síðan þarf að gefa þem þurfóður. Hængurin ætti að vera fjarlægður 2 dögum eftir að seiðin klekjast út, þar sem hann gæti étið seiðin sem synda frjálst um. Gefa ætti seiðunum nokkru sinnum á dag. Til er fiskafóður sérstaklega fyrir fiska sem verpa eggjum, Veit ekki hvort það er fáanlegt á íslandi.
Ég byrjaði á þessari grein sem word skjali fyrir löngu síðan, ég er feigin að henni er loksins lokið. Ég fékk heimildir úr bókunum:
Fjölskylduvinir ; Búrfiskar
Aquariums for dummies
Og vefnum http://freshaquarium.about.com
dftpnkezln: For all of you reporting a score more than 100 as you iq lol @ you. How can you possibly score more than 100%?