Sverðdragar Ég ætla að skrifa um sverðdraga, tekið skal til greina að þessum upplýsingum var aflað á freshwatertropicalfishkeeping.
Viltar tegundir af sverðdraganum má finna allstaðar um Mexico og það sýnir fram á það að þeir geta aðlagast að verstu stöðum. En upprunalega var sverðdraga að finna í áum í Rio Nautla í Vercruz, Mexico, suðurhluta Belize og Honduras þessar ár renna allar í Atlanta hliðinni á Mexico og Honduras.

Náttúruleg heimkynni sverðdraga eru heitir lækir og heitar ár, og þar er auðvitað fullt af gróðri og holum til að fela sig í. Svona aðstæður væru góðar í búrinu fyrir okkar margþrungnu sverðdraga. Samt geta sverðdragar aðlagast hættulegustu umhverfum, það er samt best að hafa óbreitt umhverfi með góðum hreinsi og skipta reglulega um vatn.

Ef það er ekki hugsað nógu vel um vatnið munu sverðdraganir fljótt sína neyðarkall. Ef þú tekur eftir því að fiskurinn þinn syndi hægar eða aðra óhefðbundna hegðun, þá gæti verið að það sé eitthvað að vatninu, til að losna við vandann ættirðu að skipta reglulega um vatn og hreinsa síuna þína.

Sverðdragar eru til í allskonar litum og formum, rauður er algengasti litur sverðdraga annarsvegar er hægt að fá sverðdraga líka í þessum litum, grænum, gulum, gulllituðum, svörtum og ljós brúnum. Það er meira segja til allskonar rauður litur á sverðdraga eins og múrsteina rauður, blóð rauður, rauður mexikani og miklu fleiri.

Takk fyrir og vonandi líkaði ykkur greinin.
Ironbeast