Glersugur (Gymrinocheilus aymonierei) eru af sogmunaætt og kemur frá Suðaustur-Asíu. Hún lifir í ám. Glersugur hafa sterkar varir og sterkan kjaft sem hún notar til að soga sig fasta við steina svo straumarnir á ánum skoli henni ekki burt. varirnar og kjálkin geta líka verið nytsamleg við að “rífa” upp þörunga af steinum (og gleri) en þörungar eru aðalfæða hennar.
Mikil munur er á litlum og stórum glersugum, þær litlu eru duglegar við að hreinsa upp þörunga og eru félagslyndari en þær eldri. Stórar glersugur eru hins vegar styggar og merkja sér óðal. Þær stærri eiga einnig til að langa í kjöt og geta verið hættulegar smáfiskum.
Glersuga getur orðið 12 cm og 2 ára. Glersugur vilja geta falið sig þannig að þeir sem eru með glersugu í búrinu sínu ættu að hafa felustað fyrir þær.
Þegar ég var að kaupa mér glersugu leist mér ekkert á hvað hún var dýr (miðað við fisk) en þær bæta það upp með því að vera nytsamlegar og langlífar. Þegar þú ert að kaupa fiska í nýtt búr skaltu hafa það í huga að þú þarft ekki glersugu fyrren þörungarnir eru farnir að vaxa vel en það getur liði smátími (fer eftir hversu sterk lýsingu þú hefur og hversu mikið hreinlætið er)
Glersugur fjölga sér frekar sjaldan í búrum svo þú skalt ekki hafa áhggjur af því.
Glersugur lifa á þurfóðri og þörungum. Þæt lifa við 22-26 gráðu heitt vatn og góða lýsingu.
Leiðréttið mig endilega ef þið takið eftir villum (ekki stafsetningarvillur) í textanum
dftpnkezln: For all of you reporting a score more than 100 as you iq lol @ you. How can you possibly score more than 100%?