Neon Tetra Ég ætla hér að skrifa um Neon Tetra, tekið skal til greina að þessum upplýsingum var aflað á aquadex.info.
Neon Tetra (Paracheirodon innesi)er örugglega einn vinsælasti ferskvatnsfiskurinn af búr tegundunum. Það er frekar að þú gætir fengið Neon Tetra í búðum heldur en frænda hans Cardinal Tetra (Paracheirodon axelrodi) og hann er líka ódýrari. Sjáanlegi munurinn á milli þeirra er að skrautið er öðruvísi.

Neon Tetra er mjög friðsamleg tegund sem ætti að vera í stórum hópum sirka, 12 eða fleiri. Það er sagt að litirnir séu sterkari þegar þeir eru í stórum hópum og hreinu kolefnaríku vatni. Dökk möl og stórir steinar hjálpa líka tegundinni til að sjást og lýsa betur. Náttúruleg heimkynni Neon Tetra eru í dökku skógar árstraumum. Það umhverfi væri nálægt því umhverfi sem þyrfti að vera í búrinu þar ætti að vera dimmt ljós og mikið af plöntum, þar mætti líka vera með smá rekavið.

Þessi tegund er mjög friðsæl og það ætti að passa uppá stóru búrfélagana, Neon Tetra er auðveld bráð. Það á að gefa Neon Tetra flögur og þurrmat.

Fjölgun er erfið, það á að skipta reglulega um hreint kolefnaríkt vatn. Of sterkt ljós getur skemmt eggin svo þú verður að hafa skugga eða dökkt ljós. Það kemur líka oft fyrir að Neon Tetra festist inn í hreinsinum þannig að ef hann hverfur þá er gott að kíkja þangað. Ég hef ekki meira að segja um Neon Tetra vonandi líkaði ykkur greinin takk fyrir.