Hérna kemur listi yfir 10 aðalorsakir þess að fiskar deyja í búrum. Listin kemur frá bókini \“Aquariums for dummies\” sem er frábær bók fyrir fiskaeigendur og heill hafsjór af fróðleik. Ég er búin að þýða listan á Íslensku og umorða þetta. Ég vona að þetta komi að gagni við að bjarga fiskum

1. Fara í frí og gleyma þeim.

Þegar þú ferð í frí er mikilvægt að hafa áreiðanlega manneskju til að sjá um fiskana. þú skalt sjá til þess að sá/sú sem þú biður um að sjá um þá geti séð um þá lengur en til var ætlast ef þú skyldir tefjast. Einnig er mikilvægt að sá/sú sem sér um búrið grundvallaratriðin. Ég bað einu sinni gömlu konuna sem bjó rétt hjá að gefa fiskunum meðan ég var burtu í viku og þegar í kom heim voru 15 af 20 fiskum dauðir útaf offóðrun

2. Þykjast vera læknir

Þegar veikindi koma upp í búrinu er hægt að einangra veiku fiskana ef það er ekki of seint. Það er líka hægt að fá lyf við sumum sjúkdómum handa fiskunum. Þá er mikilvægt að gefa alltaf rétt magn af lyfinu en ekki gefa smá extra því of mikið af lyfjum geta verið jafnbanvæn og djúldómurinn

3. Kettir

Trúðu því eða ekki en fyrir köttum eru fiskarnir þínir eftirréttur. Þetta vandamál er mjög einfalt að leysa. Hafðu lok á búrinu þínu, lok sem köttur getur ekki bara ýtt frá, eitthvað sem heldur. Opin fiskabúr og köttur saman bjóða hættuni heim.

4.Offóðrun.

Það að gefa fiskunum of mikið getur drepið því að af þeir éta ekki allt mengar maturinn sem eftir er búrið og gerir vatnið gruggugt og fikar lifa ekki í gruggugu vatni. Til að forþast þetta er hægt að kaupa botnasugu til að þrífa upp leifarnar eða bara hætta að geifa þeim svona mikið. Mundu að þótt fiskarnir æsist allir upp þegar að þú gengur upp að búrinu, þeir eru bara vanir því að eitthvað gott falli niður þefar þú nálgast

5. Blanda saman vitlausum fiskum

Þegar þú ert í gæludýrabúðinni að kaupa fóður getur verið freistandi að kaupa nokkra flotta fiska í búrið. Þegar þú kaupir fiska skaltu alltaf miða við það að hann passi við þá sem þegar eru. Það fer eingin heilvita maður að setja Gúbbífiska og pírana saman í búr.

6. of margir fiskar

Annar galli við að freistast til að kaupa fiska getur verið að fá of marga fiska. Það á allta að miða við stærð búrsins og földa fiska til að hafa á hreinu hve margir fiskar koma í viðbót, ef það eru of margir getur samkeppni um mat og svæði(hjá sumum tegundum) orðið of mikil og sumir verða bara undir.

7. Vita of lítið

Þegar þú kaupir fiska á alltaf að vera viss um hvernig fóður þeir fá, við hvaða hitastig þeir lifa, hvernig gróður þeir passa við og hvort þeir eru hættuleigir öðrum fiskum. Það að vita ekkert um fiskana getru drepið þá útaf vitlausri umönnun

8. Krakkar

Ég lennti einu sinni í því að nokkrir ónefndir krakkar fleygðu plasthermönnum í búrið mitt. Það drepur kannski ekki fikana en það er ekki gott fyrir þá. Krakkar geta dýft sápuþveigni hendi í búrið eða tekið uppá því að \“prófa\” háfin. Það á alltaf að passa að hafa búrið þannig að krakkar geti bara horft

9. Skifta séf of mikið af

Þegar nýtt búr er komið á heimilið finnst manni oft að þessi gróður eigi að vera til hægri en þessi ætti ekki að vera í búrinu. Það leiðr til þess að eigandin skiftir sér of mikið af búrinu og truflar dýralífið þar. Það getur kannski ekki drepið fiskana en það er ekki gott fyrir þá

10. Lélegur búnaður

Þegar þú ert nýkimin með fiska búr færðu kannski gamlan búnað gefins sem virkar ekki vel frá vinnum og ættingum . Þegar svoleiðs gerist er gott að tékka á því hvort búnaðurinn virkar vel. Ef þú notar gamlan búnað tekuru áhættu, d.t átti ég einu sinni galman hitara sem bilaði og hækkaði hina uppí 50 gráður (sprengdi hitamælin!!!!) og drap (sauð) alla fiskana. Láttu þetta ekki koma fyrir þig.

Meðan ég var að skrifa þessa grein tók ég eftir því að einn neonin minn var dauður, það minnti mig á aðra algeinga orsök. Ellin kemur alla (líka fiska) svo ekki láta þér bregða þótt þú finnir annað slagið dauðan fisk, í 40% tilvika er það líklega ekki þér að kenna, Ég kveð
dftpnkezln: For all of you reporting a score more than 100 as you iq lol @ you. How can you possibly score more than 100%?