Þetta er lísing á mörgum fiskum
Hákarlinn er stór fiskur og getur stundum orðið meira en 6 m á lengd. Húðin er grá á litin alsett beintönnum og nefnist skrápur. Hann er mjög gráðugur og étur allt sem að kjafti kemur bæði ætt og óætt, þó aðallega fiska. Hann þykir ómissandi í Þorramatinn.
Hornsílið er minnsti fiskurinn, venjulega um 4 – 8 sm. Á bakinu hefur hann tvo ugga sem hann nota sem vopn gegn óvinum, aðalega um fengitímann þegar karlfiskarnir berjast um kvenfiskana. Hornsílin lifa allt í kringum landið, í vötnum, lækjum, sjó, pollum og sjávarlónum.
Karfinn er rauðleitur botnfiskur og getu orðið 1m að lengd en oftast 40 til 50 sm. Stundum kemur hann svo nærri landi að brimið kastar honum í land. Hann er einn af þeim fáu fiskum sem fæðir lifandi afkvæmi, seiði. Karfinn er mikið veiddur, aðallega til útflutnings.
Laxinn er silfurgljándi með dökkar dröfnur á bakinu. Á vorin kemur hann úr sjónum upp í árnar. Á haustin hrygnir hann í lautir, sem hann grefur í malarbotn og klekjast hrognin yfir veturinn. Þegar laxinn hefur hrygnt heldur hann til sjávar. Á sumrin er laxinn mikið veiddur á stöng og í net. Vinsælt er að stunda stangveiði á sumrin.
Loðnan er lítill fiskur, sem getur náð 23 cm. á lengd. Ungir fiskar eru hálfgegnsæir. Um hrygningartímann verða litirnir sterkari, silfurgljáandi með dökkblárri slikju á hliðunum. Hængarnir fá loðna rák eftir endilöngum bolnum. Hún kemur í stórum torfum upp að landinu. Hún er mikið veidd og unnið úr henni lýsi og mjöl.
Lúðan er stór botnfiskur allt að 2 m að lengd og um 150 kg. Hún syndir á vinstri hliðinni sem er ljós, en hægri hliðin sem snýr upp er dökk. Augun eru bæði á hægri hlið og munnurinn snýr upp og niður. Lúðan er mjög eftirsótt til matar.
Silungurinn er algengu fiskur í ám og vötnum. Algengast getur hann orðið 40 – 50 sm á lengd og ½ - 1kg að þyngd. Getur samt orðið bæði þyngri og lengri. Húðin er slímug og nefnist roð. Á henni eru smáar beinplötur sem nefnist hreistur. Silungurinn greinist í tvær tegundir, urriða og bleikjur. Silungar eru mikið veiddir á stöng og í net.
Síldin er lítill fiskur um 35 sm á lengd. Hún er mjög litfögur, silfurgljáandi með fljólublárri slikju enda kölluð silfur hafsins. Síldin er oft í stórum torfum og hefur verið mikið veidd hér við land. Hún er söltuð, reykt og unnið úr henni lýsi, mjöl og einnig höfð til beitu.
Skatan er oftast 100 – 150 cm á lengd en getur náð 250 sm. Hún er breið og flatvaxin. Eyruggarnir sem nefnast börð eru mjög stórir og þess vegna er hún svona breið. Utan um egg skötunnar er hulstur sem nefnist pétursskip. Hún er veidd til matar og margir telja hana ómissandi á Þorláksmessu.
Steinbíturinn er botnfiskur og dökkur að lit. Hann er oftast 50 – 80 sm. að lengd en getur orðið 120 sm. Hann er með stórar og sterklegar tennur enda lifir hann mest á skeldýrum. Hann er mikið veiddur og góður til matar. Áður var roðið notað í skó en núnar er það eftirsótt í tískuvörur.
Ýsan getur orðið um 80 sm. að lengd. Hún er ljós á lit með svarta rák og stórgert hreistur. Hún lifir í hlýjum sjó og er mikið borðuð af landsmönnum
Þorskurinn er stór botnfiskur og getur orðið 150 sm langur og 70 kg. að þyngd en oftast er hann þó mun minni. Hann er mó- og guldröfnóttur og með ljósan kvið. Á hliðunum er hann með ljósa rák. Á neðra skoltinu er hann með skeggþráð. Hrogn þorsksins eru mjög mörg allt að 10 milljónir í einni hrygnu. Þorskurinn hefur alla tíð verið með nytsömustu fiskum okkar Íslendinga.