Ég átti einu sinni marga fiska. En þeir dóu flestir úr elli en 2 fiskar lifðu mjög lengi, riksuga og gullfiskur.
Síðan var ég að fara til Akureyrar eitt sumarið og bað stelpu sem ég þekkji að passa þá á meðan ég var í burtu, vegna þess að hún átti líka gullfiska. Ég lét hana hafa fiskabúrið mitt, fiskamatinn minn, svona tæki til að koma hreyfingu á vatnið(veit ekki alveg hvað það heitir), sandinn svona “gamallt” skip, gróður og allt sem að fiskarnir mínir áttu!
Ég var á Akureyri í 1 mánuð eða svo og stelpan sagði mér að hún væri ekki að fara neitt og ég þyrfti ekkert að drýfa mig. Þegar ég kom til baka voru fiskarnir mínir ekki á sínum stað, nehei hún hafði selt þá og allt sem þeim fylgdi búrið allt oní búrinu, allt nema matinn. Matinn tókst henni náttúrlega ekki að selja en hún var búin að nota hann, hafði gefið fiskunum sínum að éta matinn minn!
Ég varð auðvitað ekkert smá reið og sagði henni að hún væri kvikindi og allt það en hún hló. Hún sagði bara að hún hefði ekki nennt að hafa fiskana mína lengur svo að hún seldi þá. Ég bað hana um peninginn sem hú hafði fengið fyrir fiskana mína af því að ég ætlaði að fara og reyna að fá fiskana mína til baka. Hún sagðist ekki vera með þá lengur hefði keypt sér buxur fyrir þá. Ég spurði hana hvert hún hefði selt þá en þú henti í mig 100 krónum og sagði mér að þetta væri afgangurinn af peningnum. Hún sagði mér svo að drulla mér út, ég neitaði og sagðist ekki fara fyrr en hún léti mig fá a.m.k. peninginn sem hún fékk og heimilisfang eða símanúmer eða eikkað hjá þessum manni svo ég gæti náð í hann. Þá kallaði hún í pabba sinn og sagði að hún vildi að ég færi út og hann ýtti mér út!
Ég fékk ekkert að sjá meira af fiskunum mínum og varð að sætta mig við það. Ég hata þessa stelpu og mun alltaf gera!
Kveðja/Erna