Á sumrin fylgja þeir hlýjum hafstraumum suður og norður á boginn en á veturnar halda þeir til í hlýjum strandsjónum við miðbaug. Talið er að flökkudýr hafi borist alla leið til Íslands. Hann getur mest orðið um 18 fet eða 5,5 metrar á lengd. Meðalþyngd fullorðins dýrs er rúmt tonn.
Meðan tígrisháfurinn er ungur er hann gráleitur og munstraður, með dökkum blettum og lóðréttum röndum. Hann hefur langan, oddhvassan bakugga nálægt sporðinum og stórar oddhvassar tennur. Hann er alæta sem getur valdið töluverðum skemmdum á fiskinetum og afla fiskimanna. Hann étur aðallega fiska, aðra hákarla, sæskjaldbökur, sjófugla og rusl. Hann er líka þekktur fyrir að gleypa kol, blikkdósir, bein og föt. Hann er nýttur í leður og lýsi.
Tígrisháfur hrygnir allt frá 10 upp í 80 ungum. Ólíkt mörgum öðrum hákarlategundum hrygnir tígrisháfurinn ekki eggjum heldur lifandi ungum. Um leið og hrygningu er lokið fara ungarnir strax að synda um og leita sér að æti.
Talið er að tígrisháfar verði frá 30 til 40 ára gamlir.
Moo. Moo. Moo.