Mig langaði aðeins að bæta við greinina hans erty um piranha og koma með aðeins meiri upplýsingar ;)
Piranha fiskar finnast á öllu amazon svæðinu, þ.e.a.s frá Perú til Brasilíu. Þetta er einn af algengari fiskum í Amazon fljótinu, og eru til um 30 undirtegundir af þessum oft misskilda fisk.
Algengasta tegundin er Pygocentrus Nattereri, eða rauðmaga piranha, en þeir geta orðið um 25cm og eru oftast saman í hópum frá 10 einstaklingum uppí langt yfir 100 einstaklinga.
Það sem skilur í sundur piranha fiska í Serrasalmus og svo í Pygocentrus stofninum er að tegundir sem falla undir Pygocentrus hópa sig saman, og veiða í hópum, en fiskar undir Serrasalmus stofninum eru alltaf einir nema þegar þeir fjölga sér, og eru ekki jafn algengir og Pygocentrus.
Það eru auðvitað fleiri hlutir sem skilja þessa ættbálka að, en það eru hlutir eins og fjöldi tanna, og fjöldi beina (“rays”) í bakuggunum.
Stærsta tegundin af piranha er Serrasalmus Rhombeus, en það er einnig með grimmari tegundum, ef ekki sú grimmasta. Einnig eru þeir heldur vígalegir í útliti, með rauð augu og tilheyrandi.
Piranha eru alræmdir fiskar fyrir grimmd, en það orðspor er svolítið ýkt, vegna þess að piranha fiskar eru í rauninni ruslahreinsun amazon fljótsins, en þeir éta aðallega dauð eða deyjandi dýr. Það er ekki nema á þurrkatímabilum þegar það verður minna um æti og fiskarnir lokast að í litlum pollum þar sem skortir allt æti þar sem þeir geta orðið grimmir og ráðast á flestallt sem hreyfist.
Undir venjulegum kringumstæðum ráðast fiskar ekki á hluti nema þeir finni blóðlykt, eða að hluturinn sé að valda miklum usla í vatninu með tilheyrandi gusugangi, rétt eins og skepnur sem eru deyjandi gera.
Innfæddir hika ekki við það að synda með piranha fiskunum, vegna þess að þeim stendur engin ógn af þeim nema þeir séu með opið sár. Oftast eru piranha fiskar meiraðsegja hræddir við fólk og önnur stór dýr. Þeir ráðast ekki á stór dýr nema þeir séu mjög margir í hóp, og eru oft mjög fljótir að ráða að niðurlögum dýrsins og skilja bara eftir beinagrindina, aðeins vegna þess hve margir þeir voru sem komu að verkinu.
Þess má einnig geta að það er hægt að fá piranha í flestum gæludýrabúðum og það er frekar einfalt að sjá um þá… En það er efni í aðra grein.
Vonandi hafið þið haft gaman af þessari lesningu, endilega leiðréttið ef þið sjáið eitthvað vitlaust.