Chocobofan:Sælt veri fólkið. Eins og nokkrir vita er ég einn af þeim fáu hér á þessu áhugamáli sem hef fengið og klárað Kingdom Hearts II og montað mig yfir því. Ég ákvað að skrifa grein um reynslu mína af leiknum og svona stöff til að þið vitið við hverju þið eigið að búast … r sum. Þetta verður að sjálfsögðu spoiler laust. Njótið vel ;D
Ævintýrið byrjaði allt einn örlagaríkan dag þegar hann blessaður THT3000 kom í heimsókn. Hann sagði mér að hann væri búinn að eignast Kingdom Hearts II langt á undan öðru fólki út af því að hann hafði nokkrum árum áður sett mod chip í tölvuna sína. Ég varð náttúrulega afskaplega öfundsjúkur og langaði líka að fá mér Kingdom Hearts II mig langaði ekki að þurfa að bíða í marga mánuði enn eftir leiknum. En ég hafði heyrt frá THT að það tæki drjúgan tíma að setja mod chip í tölvuna og að það væri áhættusamt. Svo ég ráðlagði mig um málið við einn ónefndan hugara … sem sagði að það væri best fyrir mig að fá mér swap magic og slide card (googlið það fyrir info) Svo ég fylgdi ráðum hugarans og pantaði það frá síðu sem ég fann (techwizard.com …?) ásamt Kingdom Hearts II. Næstu dagar voru leeengi að líða, það kom loks að því að slide cardið og swap magicið kom … en engin kh2. Ég varð áhyggjufullur, á hverjum degi eftir skóla gáði ég hvort pakki til mín væri komin en allt kom fyrir ekki. Þar til loks … einn örlagaríkan dag, sá ég brúnan pakka á borðinu. Ég þorði ekki að gá … Var þetta leikurinn? Loks safnaði ég nægum kjarki til að kíkja í pakkan og þar var hann. Í grænu sprengi plast thingie. Kingdom Hearts II. ! :O
Þetta var næstum of gott til að vera satt! Ég hljóp upp til að prófa hann. Ég reyndi að fá swap draslið til að virka … en … það virkaði ekki. Og þrem klukkutímum seinna þegar ég var búinn að reyna og reyna að fá þetta til að virka fattaði ég að ég var með vitlausan disk í tölvunni, maður fær senda tvo diska í swap thinginu skiljið þið?
Anyways, ég skellti leiknum í. Hann virkaði. Square Enix stafir birtust á skjánum og grípandi lag byrjaði. Akkúrat þá var ég hamingjusamasti maður á öllu íslandi. Ég byrjaði New Game og spilaði leikinn lengi, mjög lengi. Hann var góður … betri en ég hafði vonast eftir. Hann fór langt fram úr öllum væntingum þrátt fyrir að þær hefðu verið háar eftir allt sem THT hafði sagt um hann. Square höfðu bætt alla litlu gallana sem höfðu verið í fyrri leiknum. Og þeir höfðu bætt við mörgu nýju skemmtilegu við :D
Næstu daga þegar ég kom heim úr skólanum fór ég alltaf strax í tölvuna þar til einn örlagaríkan dag tvem vikum seinna (?) vann ég leikinn. Það kom awesome kúl endir og frábært leynimyndband sem ég hafði fengið með því ég hafði unnið leikinn í Proud mode (sem er erfiðasta modið)
Nú geri ég mér grein fyrir að þetta hefur ekki mikið fjallað um KH II heldur bara mig og ást mína á leiknum svo ég ætla að fjalla meira um leikinn sjálfan. Ég ætla að gefa leiknum einkunn fyrir söguna, bardagakerfið, tónlistina og fara óhefðbundnar leiðir með því að gefa líka einkunn fyrir persónurnar í leiknum og veraldirnar :)
Sagan: Mér fannst sagan vera mjög góð, og betri en í fyrsta leiknum. Kannski útaf því að það var minna af Disney persónum involved í sögunni, veit það ekki. Það var alla vega rosalega evil plott í gangi hjá “óvinunum”. Get ekki sagt mikið um söguna án þess að spoila svo ég segi ekki meira.
Sagan fær 9.2 í einkunn, frábær en nokkrir gallar í henni :)
Bardagakerfið: Það var magnað, ótrúlegt, fullkomið. Square voru náttúrulega búnir að laga myndavélar gallan úr númer 1 og bæta við snilldar þríhyrningar kerfi, sem gerir það að verkum að levela up verður rosalega skemmtilegt og ekkert mál.
Bardagakerfið fær 9.9 í einkunn :D
Tónlist: Hún var náttúrulega bara snilld. Fullt af einhverjum kúl og skemmtilegum lögum sem lét mann fá gæsahúð. Algjörlega frábært þegar Deep Dive (googlið for info ef þið vitið ekki) lagið blandaðist saman við bardagalagið þegar maður barðist við bossa. Það eina sem pirraði mig við tónlistina voru lögin þegar maður var í Atlantica og Tron veröldinni en tónlistin var frábær í öllum hinum.
Tónlistin fær því 9.5 í einkunn
Persónur: Persónurnar í leiknum voru flestar flottar. Það voru komnar virkilega margar nýjar sem voru ekki í Kh 1.Allir í organizationinu voru alveg ótrúlega kúl og ég elskaði þá alla. Suma meira en aðra, Axel var lang flottastur :D
Góðu kallarnir voru líka flottir, Sora var náttúrulega komin í nýjan búning sem var þrefalt flottari. Andrés og guffi voru þó pretty much the same … Ég óttast að ef ég fari eitthvað mikið meira að tala um persónurnar þá byrji ég að spoila svo ég hætti hér.
Persónurnar, miklu betri en í fyrsta leiknum. Miklu fleiri en í fyrsta leiknum. En of margar disney persónur, þær draga einkuninna aðeins niður svo hún er 9.3
Veraldirnar: Þær byrjuðu vel, mjög vel. Fyrstu veraldirnar voru góðar og stórar. En þegar ég komst lengra í leiknum og fór í veraldir eins og Pirates of the Caribbean og Mulan sem ég hafði hlakkað til að spila lengi varð ég fyrir vonbrigðum. Þær og Atlantica veröldin voru án vafa þær leiðinlegustu í öllum leiknum. En örvæntið ekki börnin góð, því þær þrjár veraldir fannst mér líka vera þær einu slæmu í öllum leiknum. Hinar allar voru svakalega skemmtilegar. Það var einstaklega skemmtilegt að hlaupa um í disney castle og twilight town.
Semsagt, veraldir góðar. Nokkrar slæmar. Einkunn … 9.4
Jæja svo einkunnirnar eru svona.
Sagan: 9.2
Bardagakerfið: 9.9
Tónlistin: 9.5
Persónurnar: 9.3
Veraldirnar: 9.4
Heildareinkunn: 9.5
Þar hafið þið það. Frábær leikur þrátt fyrir nokkra pínulitla galla, ég er bara svo smámunasamur.
Eitt heillaráð að lokum, leikurinn er alltof léttur þannig að ég ráðlegg flestum að byrja leikinn í proud mode sem er erfiðasta modið. Þannig verðið þið aðeins lengur að vinna hann, þess vegna lengur að njóta hans. Plús þið fáið leynimyndband á endanum þegar þið sigrið leikinn í proud, ef þið sigrið hann öðruvísi þurfið þið að gera allskonar annað drasl til að fá myndbandið.
Jæja, þá er þessari grein minni lokið. Vonandi hafið þið haft gaman af henni =D
My name is Earnie Douglas but my friends call me Chip