Omega Weapon
Margir hverjir sem hafa klárað Final Fantasy VIII vita ekki að það eru TVÖ weapons í Final Fantasy átta. Annað er Ultima Weapon sem birtist óvart með sverðið hans Clouds úr Final Fantasy VII, en svo er það líka Omega Weapon.
Omega Weapon er vel falið og getur reynst erfitt og ef ekki ómögulegt að finna það án þess að fá einhver hint frá Square Soft.
Til að komast að því þarf maður að vera kominn á síðasta staðinn í leiknum, Ultimecia’s Castle. Gerið allt sem gera þarf á þessum stað, unlockið öllum hlutunum ykkar og þið eruð tilbúin til að komast á þennan stað. Farið með betri hópinn ykkar á svæðið fyrir utan Piano Room. Farið í Switch Pointið og skiptið yfir í lélegri hópinn.
Lélegri hópurinn á að fara í herbergið með stóru bjöllunni. Equippið kallana almennilega því þið hafið aðeins eina mínútu til þess að komast í bardagann.
Þegar þið eruð búin að gera það sem þarf (junctiona betri hópinn, setja smá í resistance etc.), notið þá bjöllustrenginn til að hringja henni. Klukka sem stillt er á mínútu ætti að byrja að tifa þegar þetta er gert. Farið með lélega party-ið á næsta Switch Point (í sama herbergi) og skiptið yfir í betri hópinn. Með honum farið þið inn í Piano Room og þá ætti Omega Weapon að vera þar í stað fjólubláu þokunnar.
Ég ætla samt að vara við þessum bardaga. Hingað til veit ég ekki um NEINN sem hefur klárað hann, og sjálfur hef ég farið í hann þónokkuð mörgum sinnum án sigurs. Ástæða tapanna er ability sem “Mr. Omega” er með og kallast það ability Terra Break, en hann gerir það að verkum að allir í party-inu missa 9999 í lífi.
Ef þið vitið um einhver sérstök tactics sem þið hafið notað til að klára þennan stóra bola með, þá megið þið alveg pósta þá hér fyrir neðan.
Orð mín gætu virst framandi, og ekki hika við að leiðrétta allar þær villur sem ég geri.
Beer, I Love You.