Það er oft verið að tala um endurgerð á Final Fantasy VII. Persónulega þyrfti ég ekkert einhverja 3D PS4 endurgerð-frá-grunni. Það væri fínt að fá bara svona bætta útgáfu eins og hafa komið fyrir I-V. Endurhanna leikinn fyrir widescreen, HD uppfæra bakgrunns- og bardagagrafíkina, endurskapa karaktermódelin þannig að þau líti meira út eins og smækkuð útgáfa af alvöru fólki frekar en legokallar og síðast en ekki síst laga handritið/þýðinguna (ásamt eðlilegum uppfærslum). Ekkert "This guy are sick", Aeris yrði Aerith og Ice2 yrði Blizzara. Eitt eða tvö auka side-quest eða eitthvað væru svo sem fín líka.