Kingdom Hearts: BBS kemur á PSP 7. september! Enska útgáfan af nýjasta Kingdom Hearts titlinum, Birth by Sleep hefur loksins fengið útgáfudag, 7. september næstkomandi. Ástæðan fyrir seinkuninni er sú að þeir hafa bætt við fullt af nýjungum sem voru ekki í japönsku útgáfunni.

Einnig hafa talsetjarar verið staðfestir, en meðal þeirra eru Jesse McCartney, sem talaði fyrir Roxas í fyrri leikjum og nú Ventus (sem lítur alveg eins út og Roxas) eina af aðalhetjunum. Svo er það líka Willia Holland sem talar líklega fyrir Aqua, kvenhetjuna í leiknum. Holland er hvað þekktust fyrir leik sinn í The O.C og Gossip Girl. En það merkilegasta við talsetjarnna er að leikararnir Leonard Nimoy (Spock úr Star Trek) og Mark Hamil (Luke Skywalker) munu einnig talsetja í leiknum. Staðfest er að Nimoy muni talsetja Master Xehanort, skúrkinn í leiknum. Ekki er enn vitað fyrir hvern Mark Hamill mun talsetja.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Birth by Sleep í rauninni Kingdom Hearts 0, en hann gerist 10 árum áður en fyrsti Kingdom Hearts leikurinn gerist og fjallar um þrjár keyblade hetjur sem ferðast um heimana og rannsaka hvarf keyblade meistarans Xehanort (Nimoy) og nýju óvinina sem eru Unversed (koma í staðinn fyrir Heartless og Nobodies). Það sem gerist í þessum leik er atburðarrásin að öllu því sem gerist í öllum öðrum Kingdom Hearts leikjum í rauninni.

Birth by Sleep hefur þegar fengið frábæra dóma í Japani og seldist hann mjög vel þar. Vilja margir meina að hann gæti verið einn besti Kingdom Hearts leikurinn. Þótt leikurinn kemur út á PSP, þá er hann þrátt fyrir það stærri og lengri leikur heldur en KH1 og 2. Einnig er hægt að spila saman í multiplayer í sérstökum borðum.