Fer eftir hvernig þú lítur á hann.
Hann er ólíkur hinum leikjunum, öðruvísi tónlist, karakterar og heimur.
Annars finnst mér gæðin í honum frá frábær, systemin í leiknum eru auðveld að læra, þó það taki smá tíma að ná gambit system á góðan hátt.
Finnst mjög gott að maður sér alla óvini/skrímsli á svæðinu á staðinn fyrir að þurfa að komast inn í bardagann í gömlu leikjunum. Maður getur auðveldlega skipt um karakter í bardaga (getur allt eins verið KO) sem lætur boss bardaga allavega vera erfiðara og lengri.
Tónlistin er ekki eins gott og hjá Uematso en samt frekar góð.
Fyrir utan VIII er þetta sá leikur sem ég hef tekið flest side quest og voru flest af þeim fín (en sum algjörlega tilgangslaus).
Mest pirrandi við þennan leik er:
Hefur enga verulega awesome boss (nema kannski Dr. Cid).
ALLT of mikið af göldrum, vopnum, vörnum og aukadóti. Hefur til dæmis 5 gerðir af cure: Cure, Cura, Curaga, Curaja og Renew.
Giruvegan ef maður hefur ekki kort af því.
Soldið langur, jafnvel miða við FF.
Tekur of langan tíma að levela sig nema nokkrar aðferðir (kom með grein fyrir stuttu um þetta)
Sumir aukabossar hafa allt of hátt HP. Síðasti bossin í leiknum hefur um 240.000 minnir mig en þrír stærstu bossarnir hafa 1,5 milljón, 8 milljón og 50 milljón HP. Hef ekki tekið þann síðasta.
Ekki sá besti, en samt skemmtilegur.