Já einmitt, FFIX. Á bakvið framleiðslu þessa leiks voru t.d. Hironobu Sakaguchi (faðir FF seríunar, framleiðandi I-IX), Nobuo Uematsu (höfundur allrar FFI-X og XIV tónlistar) og fleiri. Þó vantaði nokkra á borð við Tetsuya Nomura (sá sem hannaði persónur frá VII-VIII, X-XI og XIII ásamt því að skrifa mesta söguna fyrir VII, VIII, höfundur Kingdom Hearts og fleira) og að mínu mati var það stór missir þar sem hann er einn af mínum uppáhalds leikjaframleiðendum. Sérstaklega fannst mér persónurnar í IX sérstaklega óhugnalegar og ljótar og leiðinlegar þó margir aðrir elski það.
Margt gott við þennan leik samt, týpísk almennileg FF saga, Nobuo Uematsu semur alveg brilliant lög fyrir hann og einn af flottari leikjum sem komu út á PS1.
Og ef þér finnst vondi kallinn í leiknum, Kuja vera eitthvað remotely gay þá er það vegna þess að ‘hann’ var upprunalega kona í japanska leiknum.
Nevertheless, ágætur leikur.