Tjah, um allt má deila.
Hvað varðar trúverðuga persónuleika fundust mér persónurnar í X mjög vel settar fram. Ég trúið þankaferlinu og keypti þróunina (auðvitað ekki hjá öllum, ég meina Lulu wtf?).
Á meðan fundust mér flestar persónur í VIII of einsleitar, t.a.m. Rinoa, Zell, Irvine og Selphie (hvað var málið með hana?) og skorta dýpt og þroskaferli. Squall er náttúrulega aðalpersóna svo hann hlaut fullt af tilfinningaþroska.
X er alls ekki uppáhalds leikurinn minn og mér þótti VIII bara mjög góður en mér fundust flestar persónur of yfirþyrmandi tilfinningarsamar og miklar kellingar, ef mér leyfist að nota nafnorð sem lýsingarorð. Ég er ekki svona mikil kelling og samt er ég með júllur!
Æ, ég bara keypti það ekki.
Bætt við 25. janúar 2009 - 22:58
Ah, XII líka dæmi um góða persónusköpun og framvindu. Þó reyndar sé miklu öfugt farið miðað við VIII, Vaan fékk að mér fannst langversta útreið. En karlinn þroskaðist þó eitthvað.