Jæja ég hef nú spilað ALLA Final Fantasy leikina til þessa fyrir utan XI og he klárað alla nema II, því ég skildi ekki hvað ég átti að gera þegar ég var hálfnaður því hann var á japönsku…. en annars sýnist mér að flestir hafi bara spilað FF leikina a PSX og sumir FFX. Og svo eru þeir sem eru að röfla örugglega að hluta gaurar sem spiluðu fyrst FF VIII og halda að það sé Final Fantasy og þannig hafi þeir alltaf verið. Það er argasti miskilningur, FF VIII er leikurinn sem er út úr hann er allt öðruvísi en allir hinir, og hefur mér aldrei líkað við þennan leik, fannst hann bara þreytandi og alltof léttur. En FF IX var mjög fínn leikur, engin snild en mjög fín leikur non the less. Enn allir meiga hafa sýnar skoðanir. FF VII var snild þarf ekkert að segja neinum það.
Og svona fyrst ég er farinn að röfl um leikina þá væri kanski spurning um að ég commenti aðeins á meistara verkin sem eru eldri Final Fantasy leikirnir :p
Final Fantasy I: Upprunalegi leikurinn , sá sem lagði grunninn að vinsældum FF. Leikurinn var gefinn út á Nintendo Entertainment System/ Famicom bæði í Japan og Bandaríkjunum við gífurlegar undirtektir. Í leiknum var hægt að velja partyið eins og þú vildir, hafa það blandað eða hafa t.d. 4 White Mages :P Leikurinn sjálfur er frekar stuttur en skemmtilegur og fjallar um fjórar hetjur sem taka sig saman og verða að bjarga elemental kristölunum. Og svo kemur fram vondur kall sem vill stjórna heiminum með einhverju tíma paradox.
Final Fantasy II: Annar leikurinn í þessari snildar “seríu”. Hann var eininungis gefinn út í Japan. Hann er hins vegar ekkert spes, hann er með ótrúlega fattlað en lógíst kerfi. Menu systemið var líka hörmung. Getur tildæmis bara notað þau item í bardögum sem þú heldur á (getur bara haldið á tveim items í einu). Og það eru engin level heldur verðuru betri í því sem þú notar þ.e. notar sverð mikið verður betri með sverð og helsti gallin er að ef þú notar td. sverð mikið verðurðu lélegur með galdra…. og max HP og MP hækkar þegar þau tæmast… Sagan fjallar um fjóra munaðarleysingja sem eru teknir af “the dark knights”. Þrír af þeim hittast svo aftur og halda á vit ævintýrana :p fjórði karaterinn í partýinu er svo mismunandi eftir hvar þú ert í sögunni og eru þeir látnir skipta um til að láta söguna halda áfram.
Final Fantasy III: Þriðji leikurinn í seríunni snéri sér aftur að “the good stuff”. Eftir að FF II var frekar leiðinlegur leikur vegna leiðindar kerfis. FF III er frekar erfiður leikur og skemmtilegur. Búið var að hreinsa upp allt menu veseniðs sem hrjáði FFII og bæta kerfið til muna. Þessir leikur var eiginilega það sem jump startaði FF sem epic RPGs, með frábærri sögu sem var full af skemmtilegum karakterum sem maður mætti, athyglisverðum plot twistum og kynnti hið frábæra Class kerfi þar sme þú gast stýrt þróunn og class kallanna þinna. Einnig er þetta fyrsti Final Fantasy leikurinn til að innihalda side quests og auka staði sem eru ekki sögu tengdir. Enn leikurinn er frábærlega erfiður og skrímslin geta drepið þig allt frá byrjuninni og þau verða bara erfiðari og ná svo hámarki með magnaðslega erfiðum loka endakalli…
Final Fantasy IV: Fjórði leikurinn í séríunni var sá fyrsti til að láta ljós sitt skína á Super Nintendo / SFC bæði í japan og Bandaríkjunum. Hann var gefinn út sem FF IV í Japan og sem FF 2 í BNA. Leikurinn er ekki beint byllttingar kenndur og svipar mjög til fyrr FF leikjana en hann er betur gerður inniheldur frábæra sögu þar sem þú byrjar sem Dark Knight og fremur ódæðisverk en heldur svo á vit ævintýrana og verður síðar meira að Paladin. Kerfið er mjög grunn byggt og er ekkert um character customization. Eina sem hægt er að beint kvarta yfir leiknum er léleg þýðing yfir á ensku. Sem er uppfull af skrítnum þýðingum og orðavannt vegna plássleysis.
Final Fantasy V: FFV er ekkert nema snild og að mínu mati næst besti Final Fantasy leikurinn. Hann var gefinn út á SFC í Japan og kom ekki til bandaríkjana fyrr en mun seinna á PSX.Hann inniheldur frábæra sögu sem inniheldur fá mistök og kerfið í leiknum er algjör snild, leikurinn inniheldur hið skemmtilega Job kerfi sem er uppfærsla á Class kerfinu úr FF III og er það stórkostlega sett fram. Einnig er athyglisvert að leikurinn inniheldur mismunandi enda eftir því hverjir eru lifandi í liðinu þínu þegar þú klára enda kallinn, það automaticly lifna ekki allir við aftur eins og hefur tíðkast í flestum RPG's :P
Finalf Fantasy VI: FFVI er jafnvel meiri snild en FFV og var gefinn út sem FF VI á SFC í Japan en sem FF III á SNES í BNA. Þessi leikur var eiginlega það sem braut niður múrinn milli old school og new age RPGana :p Þó svo að hann hafi ekki haft sömu áhrif á almúgann og FFVII. Fyrir sinn tíma bara grafíkin alveg brilliant og sagan alveg dúndur athyglisverð. Og fjallar um stóran hóp (16) ævintýra garpa sem tengjast á athyglisverða hætti og taka höndum saman þegar líður á leikinn og reyna að stöðva hinn illa Emperor í að útrýma öllum Espers (mythical creatures) með því að ræna öllu þeirra afli. Eina sem hægt er að kvarta yfir er ógeðslega lélegt directional system þar sem þú getur bara farið í 4 áttir, upp, niður, hægri og vinstri en ekki 8 áttir eins og venjulegt er.
Ég nenni nú ekki að fara að skrifa um FFVII-X því flestir hafa spilað þá eða hafa tækifæri til þess :p<br><br>—————————————-
<a href="
http://www.hugi.is//leikjatolvur/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=Hansi">[Hansi]</a> || <a href="
http://www.hugi.is/leikjatolvur/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=Hansi&syna=msg">[Senda skilaboð]</a><br><a href="
http://psx.emuscene.com">[Hansi's Mac-PSX Emuscene]</a