Er búinn að spila hann og klára hann.
Mér fannst hann mjög góður, hefði samt mátt sleppa þessum TWEWY persónum, fannst þær ekki beint passa neitt inn í söguna.
Bardagakerfið er eiginlega eins og í BBS nema með flowmotion sem gerir það mikið betra. (Sjálfur fýla ég ekki battle-menuið sem kom í BBS)
Flowmotion gerir það líka mikið auðveldara að fara á milli staða, þarft ekki að vera svona hræðilega lengi að labba út um allt, getur bara hoppað eða svifið þangað.
Þegar kemur að söguþræði virkar hann svona fyrir KH3 eins og Chain of Memories gerði fyrir KH2. Maður er ekki beint að fara að fatta söguna í KH2 í fyrstu nema að maður hefur fræðst aðeins um CoM, líkt og maður er líklega ekki að fara að fatta KH3 nema að vita einhvað um KH3D.
En mér fannst hann allavega góður, myndi setja hann númer 4 í top kh listanum mínum, á eftir KH1, 358/2 days, og KH2.