Ertu þá að tala um FF XII sem leiðinlegt? Ég hafði rosalega gaman af honum.
Þetta myndband var mjög skemmtileg samantekt af leikjunum. En mér finnst hræðilegt að segja að leikir þurfi “uppskrift”. Það gefur ekkert rúm fyrir breytingar eða betrumbætur, t.d. hefur battle system alltaf breyst og batnað á milli ára. Mér fannst battle systemið í 12 t.d. mjög successful. Það sem mér finnst gera Final Fantasy er summon, sem er til staðar í FFXIII, nöfnin (Cid, Shiva, Ifrit o.s.frv.) og chocobo. Moogle mega alveg missa sín, mér finnst þeir hreint út sagt óþolandi, og gera heiminn gervilegann, en það er bara mitt persónulega álit.
Mér fyndist leiðinlegt ef mini games missa sín, en ég tók yfirleitt frekar takmarkaðann þátt í þeim, og vildi frekar finna epic monsters, epic vopn og fleira þvíumlíkt.
Ég hef spilað næstum því alla FF leikina, og hef haft gaman af þeim ÖLLUM. Það er enginn af þeim sem ég myndi segja að væri leiðinlegur eða verri en þessi eða bla bla (fyrir utan X-2, enda er hann skammarblettur á seríunni og ég tel hann aldrei með), heldur gef ég pláss fyrir þá til að breytast og þróast og prófa eitthvað nýtt.
Auðvitað er þessi uppskrift successful, en hún býr alls ekki til nýtt fanbase. Þeir hugsa um pening, og það að halda í sama gamla liðið og gera ekki pláss fyrir nýtt er ekki gróðaráætlun. Ég alveg elska gömlu leikina, en ég vil frekar að þeir verði safnvara og klassík heldur en að þeir verði sama gamla normið fyrir FF. Nýtt dót gefur pláss fyrir gamla dótið til að verða gull.
Ég reyndar sakna ROSALEGA airships. Það var svo gaman að svífa yfir mappið og finna leynistaði. Það er eitt af því fáu sem ég virkilega sakna.