Gexus to the rescue!
Fabula Nova Crystallis er svona $$$ verkefni sem Square Enix ákvað að framkvæma. Þeir ákváðu að aðal þema FFXIII yrði um krystalla og svo ákváðu þeir að gera fleiri FFXIII leiki sem myndi líka fjalla um krystalla, en það yrði það eina sem myndi tengja þessa leiki.
Semsagt, fólkið á bakvið FFX gerir Final Fantasy XIII sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera venjulegur FF leikur.
Svo er það fólkið á bakvið Kingdom Hearts, FFVII og VIII sem gerir Final Fantasy Versus XIII en hann verður allt öðruvísi, mjög myrkur og bardagakerfið sem dæmi verður meira eins og Kingdom Hearts + skotleikur.
Svo að lokum verður það Final Fantasy Agito XIII sem kemur á PSP (átti samt upprunalega að vera á farsímum en þeir sáu ljósið og ákváðu að gera leikinn á leikjatölvu) og hann er aðallega með fólkið á bakvið Crisis Core: FFVII.
Samt margir sem unnu líka að VII og VIII til dæmis eru líka að vinna í fleiri en einum leik.
En í hnotskurn þá eru þeir bara að gera þrjá mismunandi FF leiki, 2 á PS3 og einn á PSP.
Tjekkaðu traileranna á YouTube eða GameTrailers. Svalir sko.
…Vonandi ruglaði ég þig ekki meir? :)